Handbolti

Þráinn Orri gæti farið til Hauka

Sindri Sverrisson skrifar
Þráinn Orri Jónsson lék eina leiktíð með Bjerringbro-Silkeborg sem reyndar var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins.
Þráinn Orri Jónsson lék eina leiktíð með Bjerringbro-Silkeborg sem reyndar var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. mynd/bjerringbro-silkeborg.dk

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur sagt skilið við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg og gæti verið á heimleið.

Þráinn Orri kom til danska félagsins í fyrrasumar frá einu af bestu liðum Noregs, Elverum. Þar vann hann til fjölda titla á tveimur leiktíðum og lék í Meistaradeild Evrópu, eftir að hafa áður leikið með Gróttu. 

Bjerringbro-Silkeborg var í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar mótið var blásið af síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið lék einnig í riðlakeppni EHF-bikarsins en þar var keppni aflýst í mars vegna faraldursins.

„Það er rétt ég er að fara þaðan [frá Bjerringbro-Silkeborg] en hvert ég fer er ekki ákveðið,“ sagði Þráinn Orri við Vísi. 

Samkvæmt heimildum Vísis gæti þessi stóri og stæðilegi línu- og varnarmaður verið á leið til Hauka, þar sem hann myndi fylla skarð Vignis Svavarssonar, en Þráinn Orri segir sín mál í lausu lofti. 

Hann útiloki þó ekki að koma heim og spila í Olís-deildinni og hafi rætt við nokkur félög. „Það gæti vel farið svo að ég komi heim ef ekkert djúsí býðst úti,“ sagði hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.