Handbolti

Andri til nýliðanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Þór Helgason lék með Gróttu á síðasta tímabili.
Andri Þór Helgason lék með Gróttu á síðasta tímabili. vísir/bára

Hornamaðurinn Andri Þór Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við nýliða Gróttu í Olís-deild karla. Hann kemur til liðsins frá Stjörnunni.

Andri, sem er 26 ára, er uppalinn hjá HK en gekk í raðir Fram 2016. Hann lék með Fram í þrjú ár og var fyrirliði liðsins um tíma.

Á síðasta tímabili skoraði Andri 56 mörk í 20 leikjum í Olís-deild karla. Stjarnan var í 8. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Auk þess að spila með Gróttu mun Andri þjálfa 3. flokk karla hjá félaginu.

Grótta hefur verið dugleg að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deildinni á næsta tímabili. Auk Andra hefur liðið fengið Ólaf Brim Stefánsson frá Val, Lúðvík Thorberg Arnkelsson frá Fram, Stefán Huldar Stefánsson frá Haukum, Birgi Stein Jónsson frá Stjörnunni og Berg Elí Rúnarsson frá Fjölni. Þá kom Hannes Grimm aftur úr láni frá Stjörnunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.