Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2020 13:17 Álver Rio Tinto í Straumsvík lokar kerskála vegna ljósboga Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill. Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill.
Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35