Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 09:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í setti Víglínunnar. Vísir/arnar Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira