Er lífshættulegt að búa á landsbyggðinni? Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 08:00 Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?". Þar leggjum við sjálfstæðismenn á landsbyggðinni áherslu á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu. Lang víðfeðmasta sveitarfélag landsins ekki tækjum búið til fullnaðarbráðagreiningar Nú líður senn að kosningum á Austurlandi en 19. september nk. verða fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem verður lang víðfeðmasta sveitarfélag landssins. Að tækjakostur til bráðagreiningar sé ekki til staðar til að fullgreina bráðaástand sjúklings við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum í miðlægu nýju sveitarfélagi er óásættanlegt. Hér skiptir tíminn öllu máli. Við landsbyggðarfólk búum nógu langt frá sérhæfðri bráðaþjónustu þó ekki sé illa farið með tímann sem sker úr um líf okkar eða hvort við náum almennt fyrri heilsu. Í dag þarf að keyra 68 km leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað í fullnaðarbráðagreiningu og svo aftur upp í Egilsstaði í sjúkraflug. Ljóst er að við verðum að eiga öflugt Fjórðungssjúkrahús sem er vel tækjum búið, en það er einnig lífsnauðsynlegt að vera vel tækjum búin til fullnaðarbráðagreiningar við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við langt ferðalag til bráðagreiningar sem getur lagt líf okkar og heilsu í hættu. Sameiginleg rödd SSA í að stórbæta tækjakost í bráðatilvikum Samkvæmt ályktunum haustþings SSA á Borgarfirði eystri þann 12.október 2019, lögðu öll sveitarfélög á Austurlandi fram sameiginlega bókun; Lögð verði sérstök áhersla á eflingu frumgreininga í bráðatilvikum með kaupum á nauðsynlegum greiningartækjum á heilsugæslum staðsettum í nánd við sjúkraflugvelli. Sjúkraflugvellirnir eru á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nýlega birtist grein í Morgunblaðinu sem bar heitið „Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?". Þar leggjum við sjálfstæðismenn á landsbyggðinni áherslu á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Þar er um brýnt öryggismál að ræða því tíminn skiptir öllu máli í bráðaveikindum hvort sem um er að ræða tíminn eftir lendingu og að sérhæfðu bráðaþjónustunni eða fyrstu viðbrögð úti á landsbyggðinni við bráðaveikindum.Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eigum við öll að hafa jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma hvar sem við búum á landinu. Lang víðfeðmasta sveitarfélag landsins ekki tækjum búið til fullnaðarbráðagreiningar Nú líður senn að kosningum á Austurlandi en 19. september nk. verða fyrstu sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem verður lang víðfeðmasta sveitarfélag landssins. Að tækjakostur til bráðagreiningar sé ekki til staðar til að fullgreina bráðaástand sjúklings við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum í miðlægu nýju sveitarfélagi er óásættanlegt. Hér skiptir tíminn öllu máli. Við landsbyggðarfólk búum nógu langt frá sérhæfðri bráðaþjónustu þó ekki sé illa farið með tímann sem sker úr um líf okkar eða hvort við náum almennt fyrri heilsu. Í dag þarf að keyra 68 km leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað í fullnaðarbráðagreiningu og svo aftur upp í Egilsstaði í sjúkraflug. Ljóst er að við verðum að eiga öflugt Fjórðungssjúkrahús sem er vel tækjum búið, en það er einnig lífsnauðsynlegt að vera vel tækjum búin til fullnaðarbráðagreiningar við sjúkraflugvöllinn á Egilsstöðum til að losna við langt ferðalag til bráðagreiningar sem getur lagt líf okkar og heilsu í hættu. Sameiginleg rödd SSA í að stórbæta tækjakost í bráðatilvikum Samkvæmt ályktunum haustþings SSA á Borgarfirði eystri þann 12.október 2019, lögðu öll sveitarfélög á Austurlandi fram sameiginlega bókun; Lögð verði sérstök áhersla á eflingu frumgreininga í bráðatilvikum með kaupum á nauðsynlegum greiningartækjum á heilsugæslum staðsettum í nánd við sjúkraflugvelli. Sjúkraflugvellirnir eru á Egilsstöðum og í Neskaupsstað. Austurland er mjög víðfemt. Til að komast á milli staða þarf að aka í gegnum göng, yfir heiðar og fyrir skriður í allskonar veðrum. Því skiptir það miklu máli að hægt sé að fullnaðarbráðagreina við báða sjúkraflugvellina og koma sjúklingi þannig sem fyrst í viðeigandi læknismeðferð. Hver mínúta skiptir máli. Mikið vantar upp á að greiningartæki séu til staðar á Egilsstöðum til fullnaðargreininga í bráðatilvikum. Sjálfstæðisflokkurinn í sameinuðu sveitarfélagi leggur því áherslu á að lagt verði fjármagn í kaup á sneiðmyndatæki og öðrum nauðsynlegum tækjakosti til fullnaðarbráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum. Þannig styttum við viðbragðstímann í bráðaveikindum fólks á Austurlandi, flýtum því að rétt meðferð geti hafist og aukum líkur á að fólk nái fyrri heilsu á ný. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar