Lokadagur meistaramóts Iceland Open í League of Legends Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 19. júlí 2020 16:15 Rísí Komið er að lokadegi meistaramóts Iceland Open í League of Legends. Í lok kvölds standa eftir tvö lið sem fá þátttökurétt fyrir hönd Íslands á Telia Masters, stóru norðurlandamóti í boði Dreamhack. Með góðri frammistöðu þar geta liðin unnið sig upp í mót NLC og þaðan upp í EU Masters en ef þú ætlar í atvinnumennsku í LoL er enginn betri vettvangur en EU Masters. Það eru því gríðarlega mikilvægir leikir hérna á eftir en gærdagurinn var ótrúlega spennandi; spáð hafði verið fyrir góðri göngu XY.esports en hún fór fram úr öllum væntingum þegar þeir slógu Dusty Academy, besta lið mótsins niður í neðri riðil í frábærum 2-1 sigri. Excess Success sem er að mestu byggt upp af fyrrum meðlimum Turboapes United sem enduðu síðustu Vodafone deild í öðru sæti byrjuðu mótið ekki vel og duttu niður í neðri riðil gegn KR-ingum. Þeir mættu hinsvegar af miklu afli í viðureignina sína í gær þar sem þeir unnu Dusty Academy 2-0 og slógu þá úr keppninni! Þeir munu mæta Fylki hér á eftir kl 15:00 en Fylkir hefur átt svipaða göngu þar sem þeir töpuðu á fyrsta degi gegn XY.esports en hafa síðan slegið út bæði Sveitta og TobeAnnounced í 2-0 sigrum. Í kjölfarið tökum við svo úrslitin í efri riðlinum til að velja fyrsta liðið okkar sem kemst á Telia Masters og endum kvöldið á úrslitum í neðri riðli til að finna það seinna. Fylgist með í beinni í allan dag á https://www.twitch.tv/SiggoTV League of Legends Rafíþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn
Komið er að lokadegi meistaramóts Iceland Open í League of Legends. Í lok kvölds standa eftir tvö lið sem fá þátttökurétt fyrir hönd Íslands á Telia Masters, stóru norðurlandamóti í boði Dreamhack. Með góðri frammistöðu þar geta liðin unnið sig upp í mót NLC og þaðan upp í EU Masters en ef þú ætlar í atvinnumennsku í LoL er enginn betri vettvangur en EU Masters. Það eru því gríðarlega mikilvægir leikir hérna á eftir en gærdagurinn var ótrúlega spennandi; spáð hafði verið fyrir góðri göngu XY.esports en hún fór fram úr öllum væntingum þegar þeir slógu Dusty Academy, besta lið mótsins niður í neðri riðil í frábærum 2-1 sigri. Excess Success sem er að mestu byggt upp af fyrrum meðlimum Turboapes United sem enduðu síðustu Vodafone deild í öðru sæti byrjuðu mótið ekki vel og duttu niður í neðri riðil gegn KR-ingum. Þeir mættu hinsvegar af miklu afli í viðureignina sína í gær þar sem þeir unnu Dusty Academy 2-0 og slógu þá úr keppninni! Þeir munu mæta Fylki hér á eftir kl 15:00 en Fylkir hefur átt svipaða göngu þar sem þeir töpuðu á fyrsta degi gegn XY.esports en hafa síðan slegið út bæði Sveitta og TobeAnnounced í 2-0 sigrum. Í kjölfarið tökum við svo úrslitin í efri riðlinum til að velja fyrsta liðið okkar sem kemst á Telia Masters og endum kvöldið á úrslitum í neðri riðli til að finna það seinna. Fylgist með í beinni í allan dag á https://www.twitch.tv/SiggoTV
League of Legends Rafíþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn