Golf

Hákon Örn og Guð­rún Brá leiða eftir fyrri á­tján á Hval­eyrinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá er með forystu á heimavelli.
Guðrún Brá er með forystu á heimavelli. Mynd/Golfsamband Íslands

Hákon Örn Magnússon, úr GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrri hringinn á Hvaleyrabikarnum sem er spilaður á Keili í Hafnarfirði.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði á tveimur höggum undir pari í dag og er með fjögurra högga forskot á Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur sem er í öðru sætinu. Ragnhildur Kristinsdóttir er í þriðja sætinu á 74 höggum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki á strik í da en hún lék á sjö höggum yfir pari. Eftir frestanir föstudagsins og í gær verða tveir hringnir leiknir í dag og sigurvegararnir koma því í ljós síðdegis.

Í karlaflokki er Hákon Örn Magnússon í efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Sverrir Haraldsson er í öðru sætinu á þremur höggum undir pari en þeir Tómas Eiríksson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eru jafnir í 3. sætinu á tveimur höggum undir pari.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×