Golf

Hákon Örn og Guð­rún Brá leiða eftir fyrri á­tján á Hval­eyrinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá er með forystu á heimavelli.
Guðrún Brá er með forystu á heimavelli. Mynd/Golfsamband Íslands

Hákon Örn Magnússon, úr GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrri hringinn á Hvaleyrabikarnum sem er spilaður á Keili í Hafnarfirði.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði á tveimur höggum undir pari í dag og er með fjögurra högga forskot á Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur sem er í öðru sætinu. Ragnhildur Kristinsdóttir er í þriðja sætinu á 74 höggum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki á strik í da en hún lék á sjö höggum yfir pari. Eftir frestanir föstudagsins og í gær verða tveir hringnir leiknir í dag og sigurvegararnir koma því í ljós síðdegis.

Í karlaflokki er Hákon Örn Magnússon í efsta sætinu á fjórum höggum undir pari. Sverrir Haraldsson er í öðru sætinu á þremur höggum undir pari en þeir Tómas Eiríksson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eru jafnir í 3. sætinu á tveimur höggum undir pari.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.