Innlent

Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní

Sylvía Hall skrifar
Frá Siglufirði. Skjálftarnir hafa fundist vel í bænum.
Frá Siglufirði. Skjálftarnir hafa fundist vel í bænum. Vísir/Egill

Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. Um er að ræða stærsta skjálftann síðan 21. júní þegar skjálfti að stærð 5,8 mældist á svæðinu.

Samkvæmt athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn í Ólafsfirði sem og á Siglufirði, Hofsósi, Dalvík og á Húsavík.

Minni skjálftar mælast enn á svæðinu og eru líkur á því að fleiri skjálftar muni verða.

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá 19. júní í Tjörnesbrotabeltinu og hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 14 þúsund skjálfta frá því að hrinan hófst. Þrír skjálftar hafa mælst stærri en 5.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×