Viðskipti innlent

Flug­freyjur boða alls­herjar­verk­fall

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst þann 24. júlí og lýkur 27. júlí.
Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst þann 24. júlí og lýkur 27. júlí. Vísir/Vilhelm

Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. Atkvæðagreiðslan verður rafræn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugfreyjufélags Íslands til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndum. Stjórn og trúnaðarráð FFÍ fundaði í dag og komst að þeirri niðurstöðu að boða allsherjarvinnustöðvun sem verður ótímabundin og hefst klukkan 00:01 þriðjudaginn 4. ágúst 2020. Vinnustöðvunin tekur til allra starfa flugfreyja og flugþjóna um borð í flugvélum Icelandair.

Icelandair sagði í dag upp öllum 38 flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá félaginu en um 900 flugfreyjum og þjónum var sagt upp í byrjun maí. FFÍ barst tilkynning frá Icelandair í morgun þar sem þeim var tilkynnt að kjaraviðræðum hafi verið slitið einhliða.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Icelandair gert flugfreyjum að skila inn búningum og nafnspjöldum félagsins og hafa þær dagana 20. til 24. júlí til að skila þessu til félagsins.


Tengdar fréttir

Flugfreyjur undirbúa verkfall

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.