Viðskipti innlent

Kvika hyggst eignast Netgíró

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Kviku í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Kviku í Borgartúni. VísirVilhelm Gunnarsson

Forsvarsmenn Kviku segja bankann hafa undirritað viljayfirlýsingu um að kaupa Netgíró að fullu og verða eini eigandi þess. Fyrir á bankinn 20 prósent í fjártæknifyrirtækinu og hyggst Kvika því kaupa 80 prósentin sem upp á vantar.

Viljayfirlýsingin er þó sögð gerð með ýmsum fyrirvörum, „svo sem um samþykki stjórnar Kviku, niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki eftirlitsaðila. Áætlað er að ganga frá kaupsamningi innan þriggja mánaða,“ segir í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar.

Þar segir jafnframt að kaupin á Netgíró séu í samræmi við stefnu bankans, það sé ætlun Kviku að nýta tæknilausnir í fjármálaþjónustu sinni.

„Kvika hefur átt farsælt samstarf við Netgíró á undanförnum árum, meðal annars varðandi fjármögnun á kröfusafni félagsins. Kaupin gera bankanum kleift að efla enn frekar samstarfið við Netgíró sem leiðir til aukinnar skilvirkni og hagræðingar hjá báðum aðilum. Netgíró er nú á tæplega 3.000 sölustöðum á landinu og yfir 68.000 einstaklingar eru í viðskiptum við fyrirtækið,“ segir í Kauphallartilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.