Viðskipti innlent

Guðjón frá Origo til Póstsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nýr tæknirekstrarstjóri Póstsins, Guðjón Ingi Ágústsson.
Nýr tæknirekstrarstjóri Póstsins, Guðjón Ingi Ágústsson.

Guðjón Ingi Ágústsson segir frábært að hafa gengið til liðs við Póstinn. Margt spennandi sé að gerast hjá fyrirtækinu, ekki síst á sviði upplýsingatækni sem séu hans ær og kýr.

Guðjón hefur þegar tekið við stöðu tæknirekstrarstjóra hjá Póstinum og ber þar m.a. ábyrgð á rekstri tölvukerfa Póstsins og innri tækniþjónustu. Þar er menntun hans frá Kaupmannahafnarháskóla sögð koma að góðum notum, en þaðan útskrifaðist Guðjón með M.Sc. gráðu í upplýsingatækni og viðskiptum. Þaðan hélt leið hans t.a.m. til Origo, en þar fór hann fyrir hópi fólks sem sá um öryggislausnir og ráðgjöf hjá upplýsingatæknifyrirtækinu.

En hafa ekki starfsmannamál Póstsins einkennst af fjöldauppsögnum og niðurskurði að undanförnu? Skýtur ekki skökku við að ráða nýjan yfirmann í þeirri hagræðingu sem er að eiga sér stað innan fyrirtækisins?

Georg Haraldsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni hjá Póstinum, segir fyrirtækið hafa lagt „höfuðáherslu á að fá rétta fólkið“ til liðs við sig eins og hann orðar það í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar Guðjóns. „Þess vegna erum við mjög ánægð með að hafa fengið Guðjón til starfa.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,19
1
6.148
SKEL
0,19
2
31.890
MAREL
0,15
3
444
EIM
0
1
94
ICESEA
0
2
220

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,54
4
522
ARION
-1,32
14
133.479
REITIR
-0,99
2
17.960
KVIKA
-0,95
1
13.000
FESTI
-0,7
1
14.100
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.