Körfubolti

Félagaskipti Martins ein af þeim tíu merkustu í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frammistaða Martins með Alba Berlin í vetur vakti athygli stærstu félaga Evrópu. Valencia endaði á því að krækja í kappann.
Frammistaða Martins með Alba Berlin í vetur vakti athygli stærstu félaga Evrópu. Valencia endaði á því að krækja í kappann. vísir/getty

Félagaskipti Martins Hermannssonar frá Alba Berlin til Valencia eru á meðan tíu merkustu félagaskipta í EuroLeague í sumar að mati EuroHoops, einnar virtustu körfuboltavefsíðu Evrópu.

Í síðustu viku var greint frá því að Martin hefði samið við Valencia eftir tveggja ára dvöl hjá Alba Berlin. Hann varð tvöfaldur meistari á seinna tímabili sínu hjá þýska félaginu.

Fjölmörg félög vildu fá Martin í sínar raðir en Valencia varð fyrir valinu. Hann var búinn að ákveða að fara til Fenerbache en snerist hugur og valdi Valencia eins og fram kom í viðtali við Vísi.

Martin lék vel með Alba Berlin í EuroLeague á síðasta tímabili sem var jafnframt hans fyrsta í þessari sterkustu deild Evrópu. Hann var með 10,9 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í EuroLeague á síðasta tímabili.

Á lista EuroHoops má einnig finna Derrick Williams, verðandi samherja Martins hjá Valencia. Spænska félagið fékk Williams frá Fenerbache. Hann var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011.

Martin er ekki eini leikmaðurinn sem Alba Berlin hefur misst í sumar. Á lista EuroHoops má einnig finna Litháann Rokas Giedraitis sem fór frá þýsku meisturunum til spænsku meistaranna í Baskonia.

Lista EuroHoops má finna með því að smella hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.