Formúla 1

McLaren íhugar að selja hluta af Formúluliði sínu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
McLaren munu skipta út Renault vélinni og fara yfir í Mercedes árið 2021, sem ætti að auka samkeppnishæfni liðsins.
McLaren munu skipta út Renault vélinni og fara yfir í Mercedes árið 2021, sem ætti að auka samkeppnishæfni liðsins. Getty

McLaren liðið ætlar að selja minnihluta í Formúl 1 liði sínu til að tryggja framtíðar stöðugleika. McLaren hefur komið illa út úr kórónaveirufaraldrinum.

1200 manns misstu vinnuna hjá McLaren í maí, sem er um fjórðungur þeirra sem unnu hjá fyrirtækinu. Það er hluti af niðurskurðaraðgerðum sem fyrirtækið hefur gripið til.

Ágreiningur er uppi á milli hluthafa og lánardrottna Mclaren um hver framtíðarstefna fyrirtækisins á að vera, samkvæmt frétt Autocar.co.uk um málið.

Lausn náðist að hluta til í málið í síðustu viku þegar McLaren tók að láni 150 milljónir punda, rétt rúma 26 milljarða króna, hjá Ríkisbanka Bahrein á afar hagstæðum vaxtakjörum. Heimildir Autocar herma að nú hafi hluthafar gefið grænt ljós á að skoða frekari leiðir til tekjuöflunar, þar sem markmiðið er að tryggja stöðugleika til næstu fimm ára.

Talsmaður McLaren sagði að „til skoðunar er að fjölga fjárfestum í kappaksturshluta fyrirtækisins.“ Kappakturshlutinn felur í sér Formúlu 1 lið McLaren. Liðið hefur náð á verðlaunapall í tveimur af síðustu þremur keppnum í Formúlu 1, síðast um liðna helgi í Austurríki.

Fyrir tveimur árum keypti Michael Latifi, faðir Williams ökumannsins Nicloas Latifi í Formúlu 1 10% hlut í McLaren samsteypunni sem þá var metinn á 200 milljónir punda. Því má ætla að heildarverðmæti samsteypunnar hafi verið um 2 milljarðar punda eða um 347,6 milljarðar króna.

Verðmæti samsteypunnar og þá sérstaklega kappaksturshluta hennar er þó líklegt til að hækka, árangurinn á brautinni hefur verið meiri. Eins er væntanlegt kostnaðarþak í Formúlu 1 líklegt til að leiða til enn meiri samkeppnishæfni liðsins.

Engin tímalína hefur verið sett upp en heimildir herma að samtal sé þegar hafið og komið vel á veg. Þá herma heimildir að fleiri en einn mögulegur kaupandi sé í sigtinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.