Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­maður Blá­bankans á Þing­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Valdís Eva Hjaltadóttir.
Valdís Eva Hjaltadóttir. Blábankinn

Stjórn Blábankans hefur ráðið Valdísi Evu Hjaltadóttur sem næsta forstöðumann Blábankans, samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri.

Í tilkynningu segir að Valdís Eva hafi fjölbreytta starfsreynslu og hafi meðal annars stofnað fyrirtækið Vegdísi, sem hanni smáhýsi á hjólum, og Saumakonuna Valdísi, sem annast saumaþjónustu.

„Valdís hefur starfað sem framleiðslustjóri hjá Icewear, við liðsveislu hjá Kópavogsbæ, ráðningarstjóri hjá Símstöðinni, umsjónarmaður framleiðslu hjá Clear Channel í Danmörku. Valdís hefur BSc gráðu í framleiðslustjórnun frá Copenhagen Business School og hönnunartækni frá TEKO og BEC Design í Danmörku,“ segir í tilkynningunni.

Stofnað 2017 eftir að bankinn fór

Blábankinn, samfélagsmiðstöðin á Þingeyri er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2017 þegar Landsbankinn hætti starfsemi á Þingeyri og bauð húsnæðið til starfseminnar. Alain De Cat fjárfestir hjá Vestinvest beitti sér fyrir stofnuninni og hefur verið stjórnarformaður frá upphafi.

„Það voru Vestinvest ehf, Ísafjarðarbær og Simbahöllin sem stofnuðu Blábankann og nutu fljótlega stuðnings Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, Verkvest og fyrirtækja á svæðinu.

Í Blábankanum er vinnurými fyrir frumkvöðla, samfélagsmiðstöð fyrir íbúa Þingeyrar og þar eru hýst árangursrík verkefni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.