Körfubolti

Grinda­vík búið að semja við Banda­ríkja­mann fyrir næsta tíma­bil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brandon Conley mun leika í gulu með Grindavík næsta vetur.
Brandon Conley mun leika í gulu með Grindavík næsta vetur. Vísir/Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við bandaríska framherjann Brandon Conley um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð. 

Félagið gaf út fréttatilkynningu þess efnis fyrr í dag.

Conley lék með Oral Roberts University í háskólaboltanum og hefur spilað sem atvinnumaður í nokkur ár, meðal annars í efstu deild í Finnlandi og Slóvakíu. Á síðasta ári lék hann í Austurríki sem og í Þýskalandi.

„Það er vel látið af honum frá þeim þjálfurum sem hann hefur leikið fyrir svo við erum spenntir að sjá hann í gulu og bláu þegar fer að hausta. Hann er sterkur undir körfunni og klárar vel en einnig er hann góður varnarlega,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×