Viðskipti innlent

TM hafnar með öllu for­síðu­frétt Frétta­blaðsins um við­ræður um sam­einingu

Andri Eysteinsson skrifar
Fréttina er að finna á forsíðu blaðsins og á netinu
Fréttina er að finna á forsíðu blaðsins og á netinu Fréttablaðið

Tryggingamiðstöðin hefur hafnað því að viðræður séu hafnar um mögulega sameiningu TM og Kviku banka líkt og greint er frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun.

Fréttablaðið greindi í morgun frá því að samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins hefðu æðstu stjórnendur TM og Kviku banka átt í viðræðum um mögulega sameiningu félaganna. Áttu viðræðurnar að vera tímabundið á ís.

Í tilkynningu sem send var til Kauphallar frá TM segir „Vegna fréttaflutnings þar að lútandi vill TM árétta að engar viðræður eru í gangi um mögulegan samruna TM og Kviku, né eru slíkar viðræður fyrirhugaðar.“

Forstjóri TM, Sigurður Viðarsson og Ármann Þorvaldsson aðstoðarbankastjóri Kviku banka vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið sem sagði ljóst að stjórnendur TM horfi, við viðræðurnar, einkum til þeirrar samlegðar sem myndi fást með því að sameina Lykil við bankastarfsemi Kviku banka.

Þá áttu meintar viðræður að hafa meðal annars strandað á hugsanlegu sameiginlegu verðmati.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,41
6
184.428
SIMINN
0,84
4
122.758
REITIR
0,2
1
509
ICESEA
0,12
1
4.758
ICEAIR
0
13
2.107

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-1,87
5
76.097
REGINN
-1,82
5
22.388
KVIKA
-1,35
1
52
EIK
-0,58
2
67.820
VIS
-0,49
3
4.414
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.