Golf

Dustin Johnson stóð uppi sem sigurvegari í Connecticut

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ansi fær kylfingur.
Ansi fær kylfingur. vísir/Getty

Dustin Johnson kom, sá og sigraði á lokahring Travelers Championship sem fram fór í Connecticut um helgina. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Dustin var annar fyrir lokahringinn, tveimur höggum á eftir Brendan Todd.

Keppni lauk nú rétt í þessu en seinlega gekk að klára lokahringinn vegna veðurs og þurfti að gera hlé á keppninni um tíma. Eftir spennandi lokasprett fór að lokum svo að Dustin Johnson kláraði mótið á samtals 19 höggum undir pari.

Skammt undan var Bandaríkjamaðurinn Kevin Streelman sem lauk keppni á samtals 18 höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.