Golf

Dustin Johnson stóð uppi sem sigurvegari í Connecticut

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ansi fær kylfingur.
Ansi fær kylfingur. vísir/Getty

Dustin Johnson kom, sá og sigraði á lokahring Travelers Championship sem fram fór í Connecticut um helgina. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Dustin var annar fyrir lokahringinn, tveimur höggum á eftir Brendan Todd.

Keppni lauk nú rétt í þessu en seinlega gekk að klára lokahringinn vegna veðurs og þurfti að gera hlé á keppninni um tíma. Eftir spennandi lokasprett fór að lokum svo að Dustin Johnson kláraði mótið á samtals 19 höggum undir pari.

Skammt undan var Bandaríkjamaðurinn Kevin Streelman sem lauk keppni á samtals 18 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×