Sport

Dagskráin í dag: Manchester United heimsækir Norwich í þeirri elstu og virtustu, spænski boltinn, ítalski boltinn og PGA-mótaröðin í golfi

Ísak Hallmundarson skrifar
Martial skoraði þrennu í síðasta leik. Hvað gerir hann í dag?
Martial skoraði þrennu í síðasta leik. Hvað gerir hann í dag? getty/Simon Stacpoole

Það er nóg af fótbolta og golfi í boði á sportrásum Stöðvar 2 í dag. 

Manchester United heimsækir Norwich í 8-liða úrslitum í ensku bikarkeppninni og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 2 kl. 16:15.

Lionel Messi og félagar í Barcelona fara í heimsókn til Celta Vigo og er sá leikur sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 3 frá kl. 14:50. Lazio mætir Fiorentina í ítölsku Seria A-deildinni kl. 19:30 og er sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Leeds United fær Fulham í heimsókn í toppslag í ensku B-deildinni, en með sigri getur Leeds komist á toppinn í deildinni. Það er mikið undir í leiknum þar sem Fulham getur með sigri minnkað forskot Leeds í 2. sætinu niður í 4 stig. Sex stiga leikur. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 kl. 13:50.

Glódís Perla og stöllur í Rosengard mæta Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni og er sá leikur í beinni frá kl. 16:50 á Stöð 2 Sport.

 Kl. 17:00 hefst svo bein útsending á Stöð 2 Golf frá þriðja degi Travelers-mótsins í golfi á PGA-mótaröðinni, en hinn fimmtugi Phil Mickelson er efsti maður eftir fyrstu tvo hringina. 

Allar beinar útsendingar má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×