Lárus Welding dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 17:27 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis. Vísir/Vilhelm Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu. Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu.
Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira