Framleiðslu Segway PT hætt Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 07:20 Töffari á Segway PT. Getty Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár. Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Segway hefur ákveðið að hætta framleiðslu samnefndra tveggja hjóla farartækja, Segway PT. Fyrirtækið fullyrti á sínum tíma að Segway PT-hjólin myndu valda byltingu þegar kæmi að því hvernig fólk kæmist á milli staða, en þau nutu aðallega vinsælda meðal lögreglu og ferðaþjónustufyrirtækja í stærri borgum og náðu hjólin aldrei mikilli lýðhylli. Segway hefur nú tilkynnt að framleiðslu Segway PT verði hætt um miðjan næsta mánuð, en tekjur fyrirtækisins af umræddri gerð nam einungis 1,5 prósent af heildartekjum Segway á síðasta ári. Verður 21 starfsmanni sagt upp í tengslum við ákvörðunina. Dean Kamen stofnaði Segway árið 1999, en framtíðarsýn hans um ferðavenjur fólks raungerðist hins vegar aldrei. Upphaflegt verð Segway PT var um fimm þúsund Bandaríkjadalir sem fældi marga almenna neytendur frá. Einnig reyndist erfitt fyrir margan manninn að ferðast um á hjólunum þar sem ökumaður þurfti að halla sér ákveðið mikið áfram til að hjólið færi af stað. Ef þyngdarpunkturinn breyttist mikið gæti ökumaður auðveldlega misst stjórn á fararskjótanum og bárust reglulega fréttir af Segway-slysum. Leiddi það til þess að margar borgir víða um heim bönnuðu notkun Segway-hjóla á götunum. Segway hefur einbeitt sér að framleiðslu léttra hlaupahjóla síðustu ár.
Bandaríkin Tímamót Samgöngur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira