Atvinnulíf

Erfitt að kvarta undan ilmvatns-/rakspíralykt samstarfsfólks

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Fólk er mis lyktnæmt og því getur það farið í suma ef samstarfsfólk notar sterkt eða of mikið ilmvatn eða rakspíra.
Fólk er mis lyktnæmt og því getur það farið í suma ef samstarfsfólk notar sterkt eða of mikið ilmvatn eða rakspíra. Vísir/Getty

Í niðurstöðum könnunar sem gerð var í háskólanum í Vestur Georgíu í Bandaríkjunum sýndu niðurstöður að allt að 30% fólks er mjög lyktnæmt. Þetta þýðir að allt að þriðjungur fólks getur verið næmari en annað fólk fyrir lykt eins og af ilmvatni eða rakspíra samstarfsfólks. Það að segja þetta við einhvern getur hins vegar verið hægara sagt en gert, enda ætlunin örugglega ekki að særa neinn þótt kvartað sé undan því að sumir hreinlega ilmi of mikið.

Sumir kvarta þó yfir því að of sterk ilmvatns- eða rakspíralykt geti haft hamlandi áhrif á það í vinnu og tengja of sterka lykt jafnvel við tíðari höfuðverk. Hér eru nokkrar leiðir til að láta taka á málunum.

1. Samtal á vinalegum nótum

Það treysta sér kannski ekki allir í þetta en ef það er möguleiki að ræða þetta við samstarfsfélagann á vinalegum og jákvæðum nótum, þá væri það alltaf besta leiðin. Í flestum tilfellum er fólk til í að draga úr notkun í vinnunni, nota mildari lykt eða gera aðrar ráðstafanir til að taka tillit til samstarfsfélaga sinna. 

Mögulega veit viðkomandi líka ekki af því að hann/hún er hreinlega að nota óþarflega mikinn ilm því við erum jú mis lyktnæm.

2. Hliðra til í staðsetningu eða vinnutíma

Enn önnur leið er síðan að hliðra til þannig að þú sért ekki að vinna nálægt viðkomandi. Sumir vinna samkvæmt vaktskipulagi og lítil breyting á því gæti gert það að verkum að það væri sjaldan eða aldrei sem þú værir á vakt með viðkomandi. 

Þá hafa margir vinnustaðir tekið upp verkefnamiðuð vinnurými sem miðast þá við að starfsfólk geti fært sig um set þegar það er að vinna.

3. Ræða við yfirmann eða mannauðstjóra

Ef þú telur hvoruga leiðina geta gengið hjá þér getur síðasta úrræðið falist í að ræða málin við yfirmann eða mannauðstjóra vinnustaðarins. Það væri þá undir viðkomandi komið að finna lausn á málinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.