Handbolti

FH-ingar auglýsa óvænt leik fyrir handboltaþyrsta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Stjörnunnar og FH í Olís deild karla. Bjarni Ófeigur Valdimarsson reynir að komas framhjá Bjarka Má Gunnarssyni og Ágúst Birgisson er tilbúinn inn á línunni.
Frá leik Stjörnunnar og FH í Olís deild karla. Bjarni Ófeigur Valdimarsson reynir að komas framhjá Bjarka Má Gunnarssyni og Ágúst Birgisson er tilbúinn inn á línunni. Vísir/Daníel Þór

Það hefur ekki verið spilaður mikill handbolti á Íslandi síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar og handboltaáhugafólk missti líka alveg af úrslitakeppninni í ár.

Nágrannarnir í FH og Stjörnunni ætla að koma til móts við handboltaþyrsta með því bjóða upp á leik fyrir handboltaáhugafólk í dag.

FH-ingar auglýsa á Twitter-síðu sinni að í kvöld fari fram æfingarleikur á milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 17.30.

FH-ingar boð þarna „alvöru æfingarleik fyrir sumarfrí“ í auglýsingu sinni á samfélagsmiðlum.

Stjörnumenn hafa verið duglegir að styrkja sig eftir að allt fór í frost en Patrekur Jóhannesson er nú tekinn við liðinu.

„Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur Jóhannesson á dögunum þegar hann var spurður út í það hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð.

FH-liðið var aftur á móti við toppinn í vetur og var í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Val, þegar tímabilið var flautað af. Valur fékk deildarmeistaratitilinn en enn átti eftir að spila tvær síðustu umferðirnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.