Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2020 10:02 Þórdís Jóna Jónsdóttir, Edda Konráðsdóttir, Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir, Vaka Njálsdóttir, Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir leiða þróun á stafrænum ökuskírteinum. Aðsend mynd Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum. Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni „Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“ feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd „Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions „Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að stafrænni væðingu hversdagsleikans með því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu ríkis og sveitafélaga við almenning. Fyrsta lausn fyrirtækisins er útgáfa á íslenskum ökuskírteinum á rafrænu formi. Fyrirtækið fékk á dögunum styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði Námsmanna og hefur í kjölfarið ráðið inn í teymið fimm ungar konur með það að leiðarljósi að sækja fram í tækniheiminum. Skapa vettvang fyrir ungar konur í tækni „Stofnendur Smart Solutions eru feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl Þorgrímsson en þau hafa þróað tæknilausnir s.l. 2 ár er snúa að stafrænum pössum og veskis appi. Í janúar 2020 gekk Edda Konráðsdóttir til liðs við Smart Solutions og sér hún um viðskiptaþróun fyrirtækisins. Nú stækkar teymið enn á ný þar sem fimm ungar konur ganga til liðs við Smart Solutions, þær Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir og Vaka Njálsdóttir sem sölu- og markaðsfulltrúar og þær Andrea Skúladóttir, Helga Lárusdóttir og Katla Rún Arnórsdóttir sem forritarar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Smart Solutions hefur unnið að stafrænni væðingu ökuskírteinisins í samráði við Ríkislögreglustjóra og Stafrænt Ísland og hefur það samstarf gengið vel. Fyrirtækið býður upp á stafræna þjónustu á formi passa í gegnum veskisapp í snjallsímum. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa og verður á næstunni hægt að geyma í snjallforriti fyrirtækisins, Smart Wallet, eða hvaða veskisappi sem er á iOS eða Android.“ feðginin Þórdís Jóna Jónsdóttir og Jón Jarl ÞorgrímssonAðsend mynd „Þróun stafræna ökuskírteinisins er nú á lokametrunum og við sjáum fram á að það verði aðgengilegt öllum í júní. Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna hafa veitt okkur stuðning og tækifæri til þess að sækja fram á íslenskum markaði og munum við nýta það tækifæri til þess að efla stuðningsumhverfi kvenna í tækni og skapa vettvang fyrir ungar konur innan tæknigeirans,“ segir Þórdís Jóna Jónsdóttir, stofnandi og tæknistjóri Smart Solutions „Fyrirtækið Smart Solutions snýr að því að auka innlenda verðmætasköpun á sviði stafrænnar væðingar á þjónustu. Með lausnum fyrirtækisins er líf almennings einfaldað þar sem hlutir líkt og ökuskírteini og önnur kort eða miðar geta auðveldlega gleymst þegar fólk er á ferð og flugi. Á sama tíma sporna lausnir Smart Solutions við sóun á plasti og pappír með einföldum umhverfisvænum lausnum. Möguleikarnir eru nánast endalausir og fyrirtækið er nú, með auknum starfskrafti, enn betur í stakk búið til að sækja fram og takast á við enn fleiri verkefni,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55
Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21
Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. 10. júní 2020 18:00