Viðskipti innlent

Eim­skip flytur höfuð­stöðvarnar

Atli Ísleifsson skrifar
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í nýjum höfuðstöðvum.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í nýjum höfuðstöðvum. Eimskip

Eimskip hefur flutt aðalskrifstofur sínar og starfsemi dótturfélagsins TVG-Zimsen í skrifstofurými Vöruhótels félagins við Sundahöfn.

Frá þessu segir í tilkynningu en félagið var áður með þessa starfsemi hinum megin við götuna í Korngörðum 2.

„Töluverð hagkvæmni fylgir flutningunum en skrifstofufermetrum fækkar um 3.200m2.

Eimskip stígur með þessu stór skref í átt að nútímalegra vinnuumhverfi en félagið hefur verið á stafrænni vegferð síðustu misseri sem styður við þessar breytingar. Skrifstofurými sem áður var í Vöruhótelinu hefur verið endurbætt og býður uppá mikinn sveigjanleika en starfsfólk mun geta valið sér vinnuaðstöðu sem hentar þeirra verkefnum hverju sinni.

Nú sameinast höfuðstöðvareiningar félagsins á einum stað sem styttir boðleiðir og þar með snerpu í þjónustu við viðskiptavini,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×