Nýsköpun fyrir sjálfbært haf yfirskrift dagsins Heimsljós 8. júní 2020 16:18 Óveðursský yfir hafinu Daníel Starrason Í dag, á alþjóðlegum degi hafsins, er sjónum beint að sjálfbærni hafsins. Yfirskrift dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna er „Nýsköpun fyrir sjálfbært haf“ og felur í sér áskorun til að styðja frumkvöðla og aðra að setja fram nýjar hugmyndir sem geta leitt til þess að auka sjálfbærni hafsins. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 til að heiðra hafið, minna á mikilvægi þess og verndun. Efna átti til alþjóðlegrar hafráðstefnu í þessum mánuði í Lissabon en þeirri ráðstefnu var frestað vegna kórónaverufaraldursins. Þar átti að leggja áherslu á alþjóðlegt vísindasamstarf og nýsköpun. Málefni hafsins eru mikilvægt hagsmunamál Íslands innan Sameinuðu þjóðanna. Á síðustu misserum hefur verið unnið að nýjum alþjóðasamningi um vernd og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í úthafinu. Á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur áhersla verið lögð á baráttuna gegn ólöglegum og óskráðum fiskveiðum með sérstakri áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Þá hófst á síðasta ári formlegt samstarf við IFAD sjóðinn um sérfræðiaðstoð Íslands við verkefni sjóðsins en hann styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Fulltrúar sjóðsins ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja komu hingað til lands á síðasta ári til að kynna sér bláa hagkerfið og ýmiss konar starfsemi hér á landi sem tengist auðlindum hafsins. Ísland tekur virkan þátt í starfi ProBlue sjóðs Alþjóðabankans sem vinnur að málefnum hafsins og þróun bláa hagkerfisins en mengun í hafi er sérstakt áherslusvið sjóðsins. Ísland leggur meðal annars til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi. Einnig er vert að nefna að í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu er lögð sérstök áhersla á málefni hafsins. Græni hópurinn Íslendingar taka þátt í starfi „græna hópsins“ innan Sameinuðu þjóðanna ásamt fulltrúum Grænhöfðaeyja, Singapúr, Slóveníu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hópurinn undirstrikaði í yfirlýsingu í tilefni dagsins skuldbindingar sínar til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi hafsins og skuldbindingar um að grípa til aðgerða til að varðveita sjálfbærni hafanna. Í yfirlýsingunni er bent á að hafið nái yfir 70 prósent af yfirborði jarðar með 2,2 milljónum ólíkra tegunda, margra hverra í útrýmingarhættu. Enn fremur segir þar að í yfirstandandi COVID-19 faraldri verði hlutverk hafanna við verndun fæðuöryggis og efnahagslegrar velferðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Græni hópurinn vekur athygli á fjórtánda Heimsmarkmiðinu um líf í vatni sem tekur til verndunar og nýtingar hafsins og auðlinda þess með sjálfbærum hætti í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Þar er meðal annars bent á að undir markmiðinu séu tíu undirmarkmið um hafið, þar af fjögur sem eiga að vera uppfyllt í árslok á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Innlent Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Innlent Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Erlent Læknar fresta verkfalli Innlent Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Erlent
Í dag, á alþjóðlegum degi hafsins, er sjónum beint að sjálfbærni hafsins. Yfirskrift dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna er „Nýsköpun fyrir sjálfbært haf“ og felur í sér áskorun til að styðja frumkvöðla og aðra að setja fram nýjar hugmyndir sem geta leitt til þess að auka sjálfbærni hafsins. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 til að heiðra hafið, minna á mikilvægi þess og verndun. Efna átti til alþjóðlegrar hafráðstefnu í þessum mánuði í Lissabon en þeirri ráðstefnu var frestað vegna kórónaverufaraldursins. Þar átti að leggja áherslu á alþjóðlegt vísindasamstarf og nýsköpun. Málefni hafsins eru mikilvægt hagsmunamál Íslands innan Sameinuðu þjóðanna. Á síðustu misserum hefur verið unnið að nýjum alþjóðasamningi um vernd og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í úthafinu. Á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur áhersla verið lögð á baráttuna gegn ólöglegum og óskráðum fiskveiðum með sérstakri áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Þá hófst á síðasta ári formlegt samstarf við IFAD sjóðinn um sérfræðiaðstoð Íslands við verkefni sjóðsins en hann styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Fulltrúar sjóðsins ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja komu hingað til lands á síðasta ári til að kynna sér bláa hagkerfið og ýmiss konar starfsemi hér á landi sem tengist auðlindum hafsins. Ísland tekur virkan þátt í starfi ProBlue sjóðs Alþjóðabankans sem vinnur að málefnum hafsins og þróun bláa hagkerfisins en mengun í hafi er sérstakt áherslusvið sjóðsins. Ísland leggur meðal annars til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi. Einnig er vert að nefna að í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu er lögð sérstök áhersla á málefni hafsins. Græni hópurinn Íslendingar taka þátt í starfi „græna hópsins“ innan Sameinuðu þjóðanna ásamt fulltrúum Grænhöfðaeyja, Singapúr, Slóveníu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hópurinn undirstrikaði í yfirlýsingu í tilefni dagsins skuldbindingar sínar til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi hafsins og skuldbindingar um að grípa til aðgerða til að varðveita sjálfbærni hafanna. Í yfirlýsingunni er bent á að hafið nái yfir 70 prósent af yfirborði jarðar með 2,2 milljónum ólíkra tegunda, margra hverra í útrýmingarhættu. Enn fremur segir þar að í yfirstandandi COVID-19 faraldri verði hlutverk hafanna við verndun fæðuöryggis og efnahagslegrar velferðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Græni hópurinn vekur athygli á fjórtánda Heimsmarkmiðinu um líf í vatni sem tekur til verndunar og nýtingar hafsins og auðlinda þess með sjálfbærum hætti í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Þar er meðal annars bent á að undir markmiðinu séu tíu undirmarkmið um hafið, þar af fjögur sem eiga að vera uppfyllt í árslok á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Innlent Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Innlent Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Erlent Læknar fresta verkfalli Innlent Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Erlent