Leikjavísir

Mánudagsstreymi GameTíví: Gunnar Nelson mætir aftur og stefnir á sigra

Samúel Karl Ólason skrifar
nelson

Mánudagsstreymi GameTíví er á sínum stað í kvöld, eins og áður. Óli Jóels er þó enn í Warzone æfingabúðum í Kraká í Póllandi og mun bardagakappinn Gunnar Nelson taka sæti hans í liðinu og láta byssurnar tala.

Líklegt þykir að Kristján Einar muni lenda í vandræðum með stiga. Þá telja vitir eldri menn að Tryggvi muni setja stóra „Z“ í Zebra og Dói verður að öllum líkindum grænn í framan við að reyna að halda hópnum saman.

Strákarnir setja stefnuna á þrjá sigra og stendur einnig til að gefa heppnum áhorfendum glaðninga.

Streymið hefst klukkan átta og má fylgjast með því hér að neðan og á Twitch.

Uppfært: Hér að neðan má sjá streymi kvöldsins í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.