Golf

Aron Snær fimm höggum á undan Haraldi Franklín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Snær leiðir í karlaflokki nokkuð óvænt.
Aron Snær leiðir í karlaflokki nokkuð óvænt. mynd/seth

Aron Snær Júlíusson, úr GKG, er með fimm högga forystu á Golfbúðamótinu sem fer fram á Leirunni um helgina. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og er þetta mót númer tvö á keppnistímabilinu.

Aron Snær var einnig í forystu eftir fyrsta daginn í gær en hann hefur leikið báða hringina á fjórum höggum undir pari og samanlagt því á átta höggum undir pari.

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er kominn upp í annað sætið. Eftir að hafa spilað á parinu í gær spilaði Haraldur Franklín á þremur undir pari og er fimm höggum á eftir Aroni fyrir lokahringinn.

Ólafur Björn Loftsson og Andri Þór Björnsson eru í 3. til 4. sætinu á einu höggi undir pari en Kristófer Karl Karlsson sem var í öðru sætinu eftir fyrsta hringinn er í 8. sætinu eftir vandræði á öðrum hringnum.

Heildarstöðu mótsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.