Golf

Aron Snær fimm höggum á undan Haraldi Franklín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Snær leiðir í karlaflokki nokkuð óvænt.
Aron Snær leiðir í karlaflokki nokkuð óvænt. mynd/seth

Aron Snær Júlíusson, úr GKG, er með fimm högga forystu á Golfbúðamótinu sem fer fram á Leirunni um helgina. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og er þetta mót númer tvö á keppnistímabilinu.

Aron Snær var einnig í forystu eftir fyrsta daginn í gær en hann hefur leikið báða hringina á fjórum höggum undir pari og samanlagt því á átta höggum undir pari.

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er kominn upp í annað sætið. Eftir að hafa spilað á parinu í gær spilaði Haraldur Franklín á þremur undir pari og er fimm höggum á eftir Aroni fyrir lokahringinn.

Ólafur Björn Loftsson og Andri Þór Björnsson eru í 3. til 4. sætinu á einu höggi undir pari en Kristófer Karl Karlsson sem var í öðru sætinu eftir fyrsta hringinn er í 8. sætinu eftir vandræði á öðrum hringnum.

Heildarstöðu mótsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×