Handbolti

Skólinn spilaði stóra rullu í að Hrafn­hildur á­kvað að koma heim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur Hanna er á leið til ÍBV.
Hrafnhildur Hanna er á leið til ÍBV. vísir/s2s

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem gekk í raðir ÍBV á dögunum segir að metnaðurinn í Eyjum hafi heillað sig og segir að Eyjar séu líkari samfélaginu á Selfossi heldur en til að mynda höfuðborgarsvæðið.

Hrafnhildur Hanna er ein þeirra fjölmörgu atvinnukvenna sem eru á heimleið fyrir komandi leiktíð í Olís-deild kvenna en hún kemur frá Frakklandi þar sem hún á lék á síðustu leiktíð. Hún er spennt fyrir komandi leiktíð en af hverju er hún á heimleið?

„Eftir eitt ár í Frakklandi ákvað ég að koma heim næsta vetur og klára námið sem ég er í háskólanum hérna heima. Ég tók góðan tíma í að hugsa þetta og tók ákvörðunina í rólegheitum. Það stærsta sem ég þurfti að ákveða var að hvort að ég ætlaði að vera áfram úti og setja skólann á pásu eða koma heim og klára þetta litla sem ég á eftir í náminu mínu,“ sagði Hrafnhildur Hanna við Magnús Hlyn. En af hverju ÍBV?

„Mér finnst þetta spennandi staður og flott umgjörð sem er þarna. Spennandi hópur og ég hef tengingar þangað í gegnum foreldra mína. Þau eru bæði fædd þarna og ég á fullt af ættingjum á eyjunni svo mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Hrafnhildur en hvernig er fyrir Selfyssing að fara til Eyja?

„Það er bara gaman. Þetta er kannski líkara samfélaginu á Selfossi heldur en á höfuðborgarsvæðinu til dæmis. Flott samfélag og það standa allir saman.“

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn - Hrafnhildur til ÍBV


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.