Lífið

Uppáhalds kvikmyndir Audda Blö: Kann Braveheart ræðuna utanbókar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fáir séð fleiri myndir en Auðunn Blöndal.
Fáir séð fleiri myndir en Auðunn Blöndal.

Auðunn Blöndal var síðasti gestur Ásgeirs Kolbeinssonar í Sjáðu þar sem hann fór yfir uppáhaldsmyndir sínar.

Auddi er mikill áhugamaður um kvikmyndir og fer til að mynda mjög reglulega í bíó. Í þættinum fór Auðunn í gegnum uppáhalds drama, grín, spennu, teikni og hrollvekjumyndir sínar.

Í þættinum kom í ljós að Auðunn kann Braveheart-ræðu William Wallace utanbókar og fór hann með ræðuna í þættinum.

Hann er líkt of margir mikill Jim Carrey aðdáandi, og gat ómögulega gert upp á milli Dumb And Dumber og svo Cable Guy. Auðunn heldur mikið upp á Tom Cruise og er mynd hans Days of Thunder í sérstöku uppáhaldi.

Klippa: Uppáhaldsmyndir Audda - Sjáðu


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.