Viðskipti innlent

Lág­marks­verð mjólkur til bænda hækkar um 5,5 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
,Vilhelm einkasafn,
,Vilhelm einkasafn, Vísir/Vilhelm

Lágmarksverð mjólkur til bænda hefur hækkað um 5,5 prósent og heildsöluverð smjörs hækkar um tólf prósent.

Þetta kemur fram á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem segir frá ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda sem og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Í tilkynningunni segir að lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækki um 5,5 prósent og fari verðið úr 92,74 krónur á lítra í 97,84 krónur á hvern lítra.

„Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 4,28%, nema smjör sem hækkar um 12%. Vegin hækkun heildsöluverðs er 4,69%,“ segir í tilkynningunni sem og að verðbreytingar hafi tekið gildi í gær, 1. júní.

Til komin vegna kostnaðarhækkana

„Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. janúar 2020. Við síðustu verðlagningu var gengið skemur en þróun verðlagsgrundvallar kúabús og gjaldaliða hjá afurðastöðvum gaf tilefni til. Verðhækkun 1. júní 2020 byggist á uppsafnaðri hækkun frá verðlagningu 1. september 2018, að frádreginni verðhækkun 1. janúar 2020.

Frá verðlagningu 1. september 2018 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 5,5% að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,85%, að frádreginni 2,5% verðhækkun í janúar 2020,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,53
5
356
BRIM
1,66
9
204.471
EIM
1,45
1
140
SIMINN
1,37
5
16.759
MAREL
0,43
8
219.061

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,45
4
1.629.523
SKEL
-0,36
2
1.970
ORIGO
-0,16
3
1.282
SJOVA
0
2
1.216
KVIKA
0
2
12.681
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.