LeBron ekki tilbúinn að gefa tímabilið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 19:45 LeBron James ásamt Giannis Antetokounmpo, gríska undrinu í liði Milwaukee Bucks, í stjörnuleiknum á síðasta ári. Andrew D. Bernstein/Getty Images LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira