Stress Gunnar Dan Wiium skrifar 28. maí 2020 10:00 Ég á það til að fara í stress. Stress, hvað er stress? Ég skal reyna að umorða þetta. Ég á það til að ofhugsa, hlaða, þyngja, blindast. Ég á það til að missa marks, meint að markmiðið með lífinu sé einfaldlega að gera, gera hluti, gera hluti í núvitund eftir fremsta megni. Eða eins og meistari Eckhart (boss núvitundar) myndi orða það, doing while twined in being. Ég held að ég í raun lendi á orðinu athyglisgáfa, geta og hæfni til einbeittrar athygli á einu viðfangsefni í einu og þá í lengri tíma. Blindni og ofhleðsla efnis innan vitundar sökum skertrar athyglisgáfu. Einfaldlega of mikið í gangi í einu sem gerir að viðfangsefnin skara hvort annað, eitt leysir annað af og skilur það svo eftir algjörlega óafgreitt og eykur þar af leiðandi á þyngd því í óafgreiðslu situr eindin eftir. Situr eftir í vitund eins og laumufarþegi án ríkisborgarrétts. Og hvert fer svo athyglin, hvert leitar hún eiginlega? Hún leitar í Facebook, Instagram, Snapchat, Vísi og Mbl. DV og Stundina, email inbox, Netflix og Sarpinn, Stöð 2 og X-ið, auglýsingar sem segja mér að ég sé bókstaflega að missa af.. ekki missa af þessu segir röddin, og ég gleymi ekki svipnum á stelpunni minni þegar hún 5 ára horfði á mig angistaraugum þegar hún heyrði þessa setningu í fyrsta skiptið. Pabbi við erum að missa af sagði hún. Athyglin er stefnulaus og sprengt. Sjálfsmatið stjórnast af stanslausum samanburði við hugmyndir og sögur sem við sjáum ýmist í miðlum eða einfaldlega innan innri ranghugmynda af öðru fólki. Ég stend í röð eftir kassanum frá Eldum rétt því ef ekki ég elda rétt þá elda ég rangt, það hlýtur að vera. Ekki það að ég hafi mikinn tíma til að elda því ég verð að ná í ræktina eftir vinnu svo ég breytist ekki í miðaldra bumbusekk, bugaður á sál og hokin í baki. Mig skortir einbeitta athyglisgáfu sem knýr mig alltaf að kjarna hverrar eindar. Knýr mig til afgreiðslu því rýmið umhverfis eindina gerir mér kleyft að sjá, upplifa og þreifa á möguleikum 360 gráður án áreitis skörunar annara einda sem hafa enga tengingu what so ever. Þessa athyglisgáfu þarf ég að þjálfa einbeitt og kerfisbundið. Það þýðir til dæmis að einbeittur tók ég ákvörðun um að láta renna í bað eftir vinnu, einbeittur setti ég Hildi Guðna á fóninn og einbeittur skildi ég símann eftir og fór einn í bað. Ég skildi eftir sögurnar af félögunum sem fóru heli skiing um helgina eins og moldríkir auðjöfrar, ég skildi eftir sögurnar af hamingjusömu pörunum sem yfirleitt skilja fljótlega eftir að alda hamingjupósta fer að rigna yfir mann. Eins og sagan sem sögð er út á við geti nokkurn tíman snúist inn á við og framkallað raunverulega hamingju og kærleik. Ég fór í bað og skildi eftir raddir sem sögðu mér að ekki gera ekki neitt, raddir sem sögðu mér að ég væri að missa af og raddir sem sögðu mér að elda rétt en ekki rangt. Einbeittur þarf ég að iðka bæn og hugleiðslu í þeim tilgangi að styrkja vitundarsamband mitt við minn skilning á æðri mætti. Og komandi frá mér, yfirlýstum trúarbragðleysingja þýðir það einfaldlega ástandið guð sem ég þarf að leitast eftir með iðkun sem styrkir athyglisgetu mína og gáfu sem svo framkallar smátt og smátt aukið rými innan vitundar. Rými innan vitundar sem svo kemur í veg fyrir mjóbaksverki og krabbamein í rassinn. Ég hendi þessum vangaveltum á skjáinn og deili ekki einungis til eigin úrvinnslu þó meginástæðan sé alltaf sú. Rýna í, greina og klaga. Ég hendi þessu í kosmósið því ég tel okkur mennina, me included, vera á villigötum hvað varðar skjánotkun, samfélags og fréttamiðla. Þá sérstaklega ef skoðuð er oft á tíðum frjáls notkun og aðgengi barna og unglinga í hvaða miðla sem þeim lystir. Tíminn og tækifærin sem við fullorðnir við ákjósanlegar aðstæður ættum að vera að kenna þeim hvernig manneskja þjálfar athygli og fókus fer út um þúfur. Þá kennum við sem minnst og leyfum miðlum að leika lausum hala innan óþroskaðrar vitundar barna okkar. Getuleysi okkar til kennslu í þessum efnum stafar einungis af eigin fíkn í sögur sem fæða okkar innri sársaukalíkama, lygasögur sem segja okkur að ég sé nóg því aðrir séu það ekki, og jú eða alveg öfugt, sögur sem segja okkur að aðrir séu á toppi farsældar og við buguð í votlendi dalsins. Hugleiðsla er orð yfir ferli sem einnig er lýst sem íhugun. Tekið frá orðinu contemplate, eða to ponder. Einfaldlega að virða fyrir sér viðfangsefni í lengri tíma í þeim tilgangi að upplifa, verða eitt með viðfangsefninu. Íhugunartæknin getur svo verið mismunandi, athyglin getur verið á eigin andardrátt, möntru ýmist sögð í hljóði eða upphátt, eða einhverskonar ímynduð mynd í huga þess sem íhugar. Skiptir kannski ekki öllu hver tæknin er svo lengi sem hún þjónar tilganginum sem er að auka, þjálfa upp athyglisgáfuna svo að líf okkar innan um allt þetta drasl verði sem minnst sársaukafullt. Því þegar á öllu er á botninn hvolft erum við bara í örvæntingu að reyna að flýja sársaukann þegar við í raun þurfum bara að staldra við, horfa hann í augun og spyrja hvaðan hann kemur í þeim tilgangi að breyta okkar eigin venjum og hegðun svo að sársaukinn svo geti snúið heim. Nú mun ég leitast eftir að beina athygli minni að því að vera og gera ekki neitt, ég mun beina athygli minni að því að elda rétt þó án þess að sækja kassann. Ég mun upplifa fullvissu þess að í raun missi ég aldrei af neinu því allt er hér og nú óháð stað og stund. Höfundur er skólaliði, húsvörður og smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég á það til að fara í stress. Stress, hvað er stress? Ég skal reyna að umorða þetta. Ég á það til að ofhugsa, hlaða, þyngja, blindast. Ég á það til að missa marks, meint að markmiðið með lífinu sé einfaldlega að gera, gera hluti, gera hluti í núvitund eftir fremsta megni. Eða eins og meistari Eckhart (boss núvitundar) myndi orða það, doing while twined in being. Ég held að ég í raun lendi á orðinu athyglisgáfa, geta og hæfni til einbeittrar athygli á einu viðfangsefni í einu og þá í lengri tíma. Blindni og ofhleðsla efnis innan vitundar sökum skertrar athyglisgáfu. Einfaldlega of mikið í gangi í einu sem gerir að viðfangsefnin skara hvort annað, eitt leysir annað af og skilur það svo eftir algjörlega óafgreitt og eykur þar af leiðandi á þyngd því í óafgreiðslu situr eindin eftir. Situr eftir í vitund eins og laumufarþegi án ríkisborgarrétts. Og hvert fer svo athyglin, hvert leitar hún eiginlega? Hún leitar í Facebook, Instagram, Snapchat, Vísi og Mbl. DV og Stundina, email inbox, Netflix og Sarpinn, Stöð 2 og X-ið, auglýsingar sem segja mér að ég sé bókstaflega að missa af.. ekki missa af þessu segir röddin, og ég gleymi ekki svipnum á stelpunni minni þegar hún 5 ára horfði á mig angistaraugum þegar hún heyrði þessa setningu í fyrsta skiptið. Pabbi við erum að missa af sagði hún. Athyglin er stefnulaus og sprengt. Sjálfsmatið stjórnast af stanslausum samanburði við hugmyndir og sögur sem við sjáum ýmist í miðlum eða einfaldlega innan innri ranghugmynda af öðru fólki. Ég stend í röð eftir kassanum frá Eldum rétt því ef ekki ég elda rétt þá elda ég rangt, það hlýtur að vera. Ekki það að ég hafi mikinn tíma til að elda því ég verð að ná í ræktina eftir vinnu svo ég breytist ekki í miðaldra bumbusekk, bugaður á sál og hokin í baki. Mig skortir einbeitta athyglisgáfu sem knýr mig alltaf að kjarna hverrar eindar. Knýr mig til afgreiðslu því rýmið umhverfis eindina gerir mér kleyft að sjá, upplifa og þreifa á möguleikum 360 gráður án áreitis skörunar annara einda sem hafa enga tengingu what so ever. Þessa athyglisgáfu þarf ég að þjálfa einbeitt og kerfisbundið. Það þýðir til dæmis að einbeittur tók ég ákvörðun um að láta renna í bað eftir vinnu, einbeittur setti ég Hildi Guðna á fóninn og einbeittur skildi ég símann eftir og fór einn í bað. Ég skildi eftir sögurnar af félögunum sem fóru heli skiing um helgina eins og moldríkir auðjöfrar, ég skildi eftir sögurnar af hamingjusömu pörunum sem yfirleitt skilja fljótlega eftir að alda hamingjupósta fer að rigna yfir mann. Eins og sagan sem sögð er út á við geti nokkurn tíman snúist inn á við og framkallað raunverulega hamingju og kærleik. Ég fór í bað og skildi eftir raddir sem sögðu mér að ekki gera ekki neitt, raddir sem sögðu mér að ég væri að missa af og raddir sem sögðu mér að elda rétt en ekki rangt. Einbeittur þarf ég að iðka bæn og hugleiðslu í þeim tilgangi að styrkja vitundarsamband mitt við minn skilning á æðri mætti. Og komandi frá mér, yfirlýstum trúarbragðleysingja þýðir það einfaldlega ástandið guð sem ég þarf að leitast eftir með iðkun sem styrkir athyglisgetu mína og gáfu sem svo framkallar smátt og smátt aukið rými innan vitundar. Rými innan vitundar sem svo kemur í veg fyrir mjóbaksverki og krabbamein í rassinn. Ég hendi þessum vangaveltum á skjáinn og deili ekki einungis til eigin úrvinnslu þó meginástæðan sé alltaf sú. Rýna í, greina og klaga. Ég hendi þessu í kosmósið því ég tel okkur mennina, me included, vera á villigötum hvað varðar skjánotkun, samfélags og fréttamiðla. Þá sérstaklega ef skoðuð er oft á tíðum frjáls notkun og aðgengi barna og unglinga í hvaða miðla sem þeim lystir. Tíminn og tækifærin sem við fullorðnir við ákjósanlegar aðstæður ættum að vera að kenna þeim hvernig manneskja þjálfar athygli og fókus fer út um þúfur. Þá kennum við sem minnst og leyfum miðlum að leika lausum hala innan óþroskaðrar vitundar barna okkar. Getuleysi okkar til kennslu í þessum efnum stafar einungis af eigin fíkn í sögur sem fæða okkar innri sársaukalíkama, lygasögur sem segja okkur að ég sé nóg því aðrir séu það ekki, og jú eða alveg öfugt, sögur sem segja okkur að aðrir séu á toppi farsældar og við buguð í votlendi dalsins. Hugleiðsla er orð yfir ferli sem einnig er lýst sem íhugun. Tekið frá orðinu contemplate, eða to ponder. Einfaldlega að virða fyrir sér viðfangsefni í lengri tíma í þeim tilgangi að upplifa, verða eitt með viðfangsefninu. Íhugunartæknin getur svo verið mismunandi, athyglin getur verið á eigin andardrátt, möntru ýmist sögð í hljóði eða upphátt, eða einhverskonar ímynduð mynd í huga þess sem íhugar. Skiptir kannski ekki öllu hver tæknin er svo lengi sem hún þjónar tilganginum sem er að auka, þjálfa upp athyglisgáfuna svo að líf okkar innan um allt þetta drasl verði sem minnst sársaukafullt. Því þegar á öllu er á botninn hvolft erum við bara í örvæntingu að reyna að flýja sársaukann þegar við í raun þurfum bara að staldra við, horfa hann í augun og spyrja hvaðan hann kemur í þeim tilgangi að breyta okkar eigin venjum og hegðun svo að sársaukinn svo geti snúið heim. Nú mun ég leitast eftir að beina athygli minni að því að vera og gera ekki neitt, ég mun beina athygli minni að því að elda rétt þó án þess að sækja kassann. Ég mun upplifa fullvissu þess að í raun missi ég aldrei af neinu því allt er hér og nú óháð stað og stund. Höfundur er skólaliði, húsvörður og smíðakennari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun