Rafíþróttir

Ljóst er hvaða lið mætast á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar

Halldór Már Kristmundsson skrifar

Um helgina tókst XY.Esport, Tindastól, Þór og Bad Company að tryggja sér sigur á Áskorendamóti Vodafonedeildarinnar og tryggðu sér þáttökurétt á Stórmeistaramótinu í CS:GO Vodafone-deildarinnar sem fer fram næstu helgi. 

Áskorendunum bíður það verk að keppa við 4 bestu lið landsins um Stórmeistaratitilinn. Það var því til mikils að vinna því Stórmeistaramótið er stærsti bikar sem rafíþróttamenn geta unnið hér á landi. Mótið verður í beinni útsendingu frá klukkan 18:00 á Stöð 2 esport á föstudag, laugardag og sunnudag.

Við báðum Halldór Már Kristmundsson að segja okkur aðeins frá liðunum sem tryggðu sig áfram um helgina.

Halldór Már Kristmundsson sérfræðingur vodafone deildarinnar.Skjáskot/Vodafone deildin

XY.Esports

Sigurvegarar fyrstu deildarinnar lið XY.Esports á klárlega heima á Stórmeistaramótinu, það er hinsvegar spurning hvort þeir hefðu ekki átt að fara í gegn taplausir, tapið gegn Tindastól sem verður að teljast óvænt hlýtur að sitja í XY.Esport mönnum.

XY.Esport hófu undanúrslit Áskorendamótsins á að valta yfir Dusty.Academy, 16-7. Það var sigur sem má aðalega skrifa á frammistöðu þeirra í vörninni, því það var margt sem vantaði upp á sóknina XY megin. Dusty hins vegar sýndi að það var hellingur til að vinna með í sókn, það er hugsanlega bara reynslan sem vantar á spennandi liðið þeirra.

Það var svo seinna kortið sem fór í allar 30 loturnar og var æsispennandi, Dusty Academy tókst að komast í 7-0 í sókn í korti sem er þekkt fyrir að falla með vörninni, það var því ótrúleg þrautsegja og spilamennska hjá nýju mönnunum “brnr” og “SummY” sem leyfðu XY.Esport að klóra sér aftur inn í leikin og sigra hann á endanum 16-14

Maður leiksins fer til Birnir Clausson sem átti stórleik í báðum kortum.

BadCompany

Byrjuði áskorendamótið af hörku þegar liðið rétt tapaði á móti Þór í æsispennandi rimmu, þeim tókst svo að tryggja sætið sitt með sigri á XY.esports AT.

Það var svo í úrslitum neðri sviga þar sem þeir heldur betur mæta til leiks og yfirspiluðu SWAT menn sem í raun mættu alltof seint til leiks, í fyrri kortinu komst BadCompany 13-0 yfir og SWAT menn voru aldrei líklegir til að ná í round, kortið endaði 16 - 6 fyrir BadCompany.

Seinna kortið var heldur betur spennandi þegar SWAT menn loks vöknuðu til lífsins. Leikurinn fór í framlengingu og endar 19-16, BadCompany í vil.

Maður leiksins var Kristins Jóhann Traustasonar í BadCompany en hann bar liðið á herðum sér.

Þór Akureyri

Eina úrvalsdeildarliðið frá seinasta tímabili sem kemst upp. Þórsarar sýndu og sönnuðu að þeir voru besta liðið í áskorendamótinu og fóru taplausir í gegnum það. Þeir fengu mótspyrnu frá BadCompany í fyrsta leik en hristu það af sér og völtuðu yfir ungu strákana í Dusty.Academy. Þór Akureyri kemur inn í Stórmeistaramótið sem sjötta „seed“ ef reiknaður er stigafjöldi úr öllum leikjunum.

Tindastóll

Stólarnir komu skemmtilega á óvart, ég var búinn að taka eftir því að þeir voru að ná flottum árangri í öðrum greinum eins og League of Legends og þeir byrjuðu á 2-1 sigri gegn XY.Esports og nældu sér svo í miða á Stórmeistaramótið með 2-0 sigri á SWAT. Þetta er lið sem maður þekkir lítið til en þeir voru að spila fínan leik en það verður áhugavert að sjá þá keppa við bestu lið landsins.

Það er því ljóst hvaða 8 lið munu etja kappi á Stórmeistaramótinu sem fer fram næstu helgi. Þetta er bikarkeppni og lið eru send heim eftir fyrsta tap. Næstu helgi ræðst það hvaða tvö lið mætast í úrslitum sem eru spiluð 6.júní.

  • Dusty mætir Bad Company
  • Fylkir mætir XY.Esport
  • KR mætir Tindastól
  • FH mætir Þór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×