Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. mars 2020 21:15 Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/daníel þór Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Olís-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti