Viðskipti erlent

EasyJet hefur sig til flugs á ný

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Félagið áætlar að flognar verði tæplega 190 ferðir á viku að meðaltali.
Félagið áætlar að flognar verði tæplega 190 ferðir á viku að meðaltali. Vísir/EPA

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. Þetta tilkynntu forsvarsmenn félagsins í dag. Félagið hefur ekki flogið síðan í lok mars. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina síðustu mánuði.

Þær flugleiðir sem aftur verða flognar í júní eru að mestu innan Bretlands og Frakklands. Eina millilandaflugið frá Bretlandi sem hefst á þessum tíma verður á milli Gatwick-flugvallar í London og Nice í Frakklandi.

Farþegum og áhöfnum véla félagsins verður gert að vera með grímur til þess að draga úr hættunni á útbreiðslu kórónuveirunnar.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Johan Lundgren, framkvæmdastjóra EasyJet, að um sé að ræða „lítil og varlega skipulögð skref“ í því að koma rekstri félagsins aftur af stað. Eftir að flug hefjist að nýju verði flognar að meðaltali tæplega 190 ferðir á viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
4,05
32
695.314
ORIGO
2,91
13
49.262
REITIR
2,57
13
82.858
TM
2,4
8
288.286
EIK
2,08
3
21.933

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,35
60
17.689
EIM
0
3
8.688
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.