Hólmfríður, Ragna og nú Baldur til Mannlífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 14:35 Hólmfríður, Baldur og Ragna standa vaktina hjá Mannlífi. Aðsend Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Baldur Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Mannlífs og mun meðal annars skrifa fréttaskýringar og almennar fréttir í blaðið og á mannlif.is. Baldur er reynslumikill fjölmiðlamaður og hefur starfað hjá Fréttablaðinu, mbl.is og DV nær óslitið frá árinu 2007. Þá var Hólmfríður Gísladóttir nýlega ráðinn fréttastjóri Mannlífs og vefstjóri mannlif.is og Ragna Gestsdóttir sem blaðamaður. Mannlíf er fríblað sem kemur út alla föstudaga og er dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Kristmannsson útgefandi Mannlífs segir ánægjulegt að fá Hólmfríði, Baldur og Rögnu til liðs við ritstjórnina en þau búa öll yfir víðtækri reynslu úr fjölmiðlum. „Sérstaða Mannlífs verður áfram á umfjöllun um lífstílstengt efni í samstarfi við Hús og hýbíli, Vikuna, Gestgjafan og Séð og heyrt, vandaðar og beittar fréttaskýringar og viðtöl við áhugavert fólk. Mannlíf hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins og staða okkar styrkist nú enn frekar með nýjum liðsmönnum,“ segir Halldór. Dalurinn ehf. keypti árið 2017 Birting sem gefur út Mannlíf. Dalurinn var þá í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sem áttu fimmtungshlut hvor. Halldór hefur hins vegar verið eini eigandi Dalsins frá árinu 2018. Hólmfríður býr yfir mikilli reynslu úr fjölmiðlum og verður í lykilhlutverki við útgáfu Mannlífs en hún starfaði áður á mbl.is til margra ára, á Morgunblaðinu og RÚV. Hólmfríður nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru m.a. borðspil og kórsöngur. Hún er gift og á eitt barn. Baldur er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er eiginmaður og tveggja barna faðir, sinnir veiði af mikilli ástríðu og skraflar í frístundum. Hann hefur samhliða blaðamannastarfinu sinnt veiðileiðsögn og þangskurði á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Ragna er er menntuð sem lögfræðingur og kemur með góða reynslu úr fjölmiðlum, en hún hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár, áður á DV og Birtingi. Ragna situr í stjórn Blaðamannafélags Íslands og nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þar sem hún er félagi. Ragna á eitt barn. Helstu áhugamál hennar auk vinnunnar og félagsstarfa eru tónleikar, tónlist og kvikmyndir. Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlífs og hefur leitt útgáfu blaðsins frá því það hóf göngu sína í nóvember 2017.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Telur ráðningu Magnúsar Geirs löngu ákveðna og ólykt leggja frá Efstaleiti Það var löngu ákveðið hvern Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndi skipa sem Þjóðleikhússtjóra. Hið sama virðist vera uppi á teningnum í Efstaleiti þar sem stjórn RÚV vill velja í stól útvarpsstjóra bak við luktar dyr. Svo segir ristjóri Mannlífs. 6. desember 2019 14:30