„Við klúðruðum þessu sjálfir,“ sagði Alexander Petersson um tap Íslands fyrir Ungverjalandi á EM 2020 í kvöld. Tapið þýðir að strákarnir okkar fara í milliriðlakeppnina án stiga.
„Við skoruðum átján mörk í dag og bara sex í seinni hálfleik. Það segir allt sem segja þarf.“
„Markvörðurinn þeirra varði vel. En vörnin okkar var góð, það er gott að fá bara 24 mörk á okkur.“
Alexander segir að tapið hafi verið mjög svekkjandi. „Þetta er mjög súrt. Við erum vissulega komnir áfram og það er fínt. Nú hvílum við í dag og einbeitum okkur svo að næsta leik. Það er allt enn opið. En þetta er mjög súrt núna.“

