Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 12:15 Álverið í Straumsvík er í Hafnarfirði og skapar mikilvægar tekjur fyrir bæjarfélagið. vísir/vilhelm Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira