Guðbjörg Heiða og Anna Kristín koma inn í framkvæmdastjórn Marels Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:38 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir og Anna Kristín Pálsdóttir koma nýjar inn í framkvæmdastjórn Marels. aðsend Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Marels á Íslandi. Þá hefur Anna Kristín Pálsdóttir verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem greint er frá breytingum á skipulagi og framkvæmdastjórn félagsins. Það fækkar í framkvæmdastjórn úr tólf í níu og þá koma þær Guðbjörg Heiða og Anna Kristín nýjar inn í stjórnina. Að því er segir í tilkynningunni er markmið breytinganna að auka skilvirkni og fjölbreytni og skerpa á markaðssókn. Í tilkynningu Marels segir um þær Guðbjörgu og Önnu Kristínu: • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel (e. Executive Vice President Marel Fish) Guðbjörg tekur við starfinu af Sigurði Ólasyni sem nú kveður Marel. Guðbjörg Heiða gekk til liðs við Marel árið 2011 og hefur síðustu ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Marel á Íslandi. Áður leiddi hún vöruþróunarteymi félagsins á Íslandi og í Bretlandi. Guðbjörg hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika í að stýra stefnumarkandi nýsköpunarverkefnum hjá Marel t.d. FleXicut lausninni sem er að umbylta fiskvinnslu á heimsvísu. • Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar (e. Executive Vice President Innovation). Anna Kristín tekur við starfinu af Viðari Erlingssyni sem nú tekur við nýju hlutverki hjá Marel. Anna Kristín gekk til liðs við Marel árið 2015 og hefur hún hlotið hraðan framgang og gegnt ýmsum leiðtogastöðum í vöruþróun. Anna Kristín hefur náð miklum árangi í að leiða saman þverfagleg teymi sem hafa þróað stefnumarkandi lausnir fyrir markað. Þá eru gerðar frekar breytingar á skipulagi og sameiningu sviða til að einfalda og skerpa á ábyrgð að því er segir í tilkynningu. Þær breytingar eru eftirfarandi: • Ulrika Lindberg, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða og þjónustu (e. Executive Vice President Global Markets and Service), mun leiða sameinað svið alþjóðamarkaða og alþjóðlegrar þjónustu. Einar Einarsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra alþjóðamarkaða lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og stígur úr framkvæmdastjórn. Hann mun taka við sínu fyrra starfi sem framkvæmdastjóri Marel í Bandaríkjunum. Einar hefur undanfarin tvö ár í starfi sínu sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða náð miklum árangri við að innleiða nýtt skipulag og forystu í S-Ameríku og Kína, en nýtt skipulag verður jafnframt innleitt á öðrum markaðssvæðum Marel. Aukin áhersla er á þjónustu við lykilviðskiptavini í gegnum allan líftíma tækjabúnaðar. Stefnt er að aukinni fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt í sölu, sem og hagræðingu í framleiðslu og stoðsviðum. • Árni Sigurðsson verður framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga (e. Chief Strategy Officer and EVP Strategic Business Units). Stefnumarkandi rekstrareiningar Marel ná yfir hugbúnað, frekari vinnslu (e. Secondary Processing) og tilbúin matvæli (e. Prepared Foods). Marel fjárfestir á þessum sviðum til að styðja við og auka vöxt í gegnum þrjá iðnaði Marel; kjúkling, kjöt og fisk. Jesper Hjortshøj sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fullvinnslu (e. EVP Further Processing) stígur úr framkvæmdastjórn og verður yfirmaður tilbúinna matvæla, sem áður kallaðist fullvinnsla (e. Further Processing), þar sem stefnt verður að frekari vexti á ýmsum mörkuðum, meðal annars fyrir óhefðbundin prótein og ferskar neytendavörur. • Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri, tekur nú við framkvæmdastjórn mannauðsmála til viðbótar við fjármál og upplýsingatækni. Davíð Freyr Oddsson sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála (e. EVP of Human Resources) fer úr framkvæmdastjórn en mun áfram bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins sem yfirmaður mannauðs og menningar (e. People and Culture) og mun heyra undir Lindu Jónsdóttur fjármálastjóra. Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, að minni framkvæmdastjórn og skýrari skipting starfssviða sé fyrsta skrefið í átt að einfaldara og skilvirkara skipulagi hjá fyrirtækinu. „Þessar breytingar munu skerpa á áherslum okkar um öfluga markaðssókn, stytta þróunartíma og markaðssetningu á nýjum hátæknilausnum og draga úr kostnaði. Ég vil þakka þeim sem frá eru að hverfa úr framkvæmdastjórn fyrir mikilvægt framlag sitt til Marel í gegnum árin og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við bjóðum Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur og Önnu Kristínu Pálsdóttur velkomnar í framkvæmdastjórn Marel. Þær hafa báðar sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum sínum innan Marel. Fjölbreytt og reynslumikil framkvæmdastjórn félagsins er vel í stakk búin til að leiða Marel á þeirri vegferð að umbylta matvælavinnslu,“ segir Árni Oddur. Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Marels á Íslandi. Þá hefur Anna Kristín Pálsdóttir verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem greint er frá breytingum á skipulagi og framkvæmdastjórn félagsins. Það fækkar í framkvæmdastjórn úr tólf í níu og þá koma þær Guðbjörg Heiða og Anna Kristín nýjar inn í stjórnina. Að því er segir í tilkynningunni er markmið breytinganna að auka skilvirkni og fjölbreytni og skerpa á markaðssókn. Í tilkynningu Marels segir um þær Guðbjörgu og Önnu Kristínu: • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel (e. Executive Vice President Marel Fish) Guðbjörg tekur við starfinu af Sigurði Ólasyni sem nú kveður Marel. Guðbjörg Heiða gekk til liðs við Marel árið 2011 og hefur síðustu ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Marel á Íslandi. Áður leiddi hún vöruþróunarteymi félagsins á Íslandi og í Bretlandi. Guðbjörg hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika í að stýra stefnumarkandi nýsköpunarverkefnum hjá Marel t.d. FleXicut lausninni sem er að umbylta fiskvinnslu á heimsvísu. • Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar (e. Executive Vice President Innovation). Anna Kristín tekur við starfinu af Viðari Erlingssyni sem nú tekur við nýju hlutverki hjá Marel. Anna Kristín gekk til liðs við Marel árið 2015 og hefur hún hlotið hraðan framgang og gegnt ýmsum leiðtogastöðum í vöruþróun. Anna Kristín hefur náð miklum árangi í að leiða saman þverfagleg teymi sem hafa þróað stefnumarkandi lausnir fyrir markað. Þá eru gerðar frekar breytingar á skipulagi og sameiningu sviða til að einfalda og skerpa á ábyrgð að því er segir í tilkynningu. Þær breytingar eru eftirfarandi: • Ulrika Lindberg, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða og þjónustu (e. Executive Vice President Global Markets and Service), mun leiða sameinað svið alþjóðamarkaða og alþjóðlegrar þjónustu. Einar Einarsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra alþjóðamarkaða lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og stígur úr framkvæmdastjórn. Hann mun taka við sínu fyrra starfi sem framkvæmdastjóri Marel í Bandaríkjunum. Einar hefur undanfarin tvö ár í starfi sínu sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða náð miklum árangri við að innleiða nýtt skipulag og forystu í S-Ameríku og Kína, en nýtt skipulag verður jafnframt innleitt á öðrum markaðssvæðum Marel. Aukin áhersla er á þjónustu við lykilviðskiptavini í gegnum allan líftíma tækjabúnaðar. Stefnt er að aukinni fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt í sölu, sem og hagræðingu í framleiðslu og stoðsviðum. • Árni Sigurðsson verður framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga (e. Chief Strategy Officer and EVP Strategic Business Units). Stefnumarkandi rekstrareiningar Marel ná yfir hugbúnað, frekari vinnslu (e. Secondary Processing) og tilbúin matvæli (e. Prepared Foods). Marel fjárfestir á þessum sviðum til að styðja við og auka vöxt í gegnum þrjá iðnaði Marel; kjúkling, kjöt og fisk. Jesper Hjortshøj sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra fullvinnslu (e. EVP Further Processing) stígur úr framkvæmdastjórn og verður yfirmaður tilbúinna matvæla, sem áður kallaðist fullvinnsla (e. Further Processing), þar sem stefnt verður að frekari vexti á ýmsum mörkuðum, meðal annars fyrir óhefðbundin prótein og ferskar neytendavörur. • Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri, tekur nú við framkvæmdastjórn mannauðsmála til viðbótar við fjármál og upplýsingatækni. Davíð Freyr Oddsson sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála (e. EVP of Human Resources) fer úr framkvæmdastjórn en mun áfram bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins sem yfirmaður mannauðs og menningar (e. People and Culture) og mun heyra undir Lindu Jónsdóttur fjármálastjóra. Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, að minni framkvæmdastjórn og skýrari skipting starfssviða sé fyrsta skrefið í átt að einfaldara og skilvirkara skipulagi hjá fyrirtækinu. „Þessar breytingar munu skerpa á áherslum okkar um öfluga markaðssókn, stytta þróunartíma og markaðssetningu á nýjum hátæknilausnum og draga úr kostnaði. Ég vil þakka þeim sem frá eru að hverfa úr framkvæmdastjórn fyrir mikilvægt framlag sitt til Marel í gegnum árin og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við bjóðum Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur og Önnu Kristínu Pálsdóttur velkomnar í framkvæmdastjórn Marel. Þær hafa báðar sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum sínum innan Marel. Fjölbreytt og reynslumikil framkvæmdastjórn félagsins er vel í stakk búin til að leiða Marel á þeirri vegferð að umbylta matvælavinnslu,“ segir Árni Oddur.
Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira