Golf

Guðrún Brá vann eftir sex holu bráðabana

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Þór Björnsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eftir sigurinn í dag.
Andri Þór Björnsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eftir sigurinn í dag. MYND/GOLF.IS

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fagnaði sigri á fyrsta golfmóti ársins hér á landi þegar hún hafði betur gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir sex holu bráðabana á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ.

Guðrún var með tveggja högga forystu fyrir þriðja og síðasta hringinn á mótinu í dag en Ólafía náði að jafna við hana með því að fá fjóra fugla á síðustu níu holum mótsins. Þar með voru þær hvor um sig á samtals -2 höggum eftir þrjá hringi og því þurfti að grípa til bráðabana sem eins og áður segir dróst talsvert á langinn. 

Ólafía og Guðrún voru í sérflokki á mótinu en Ragnhildur Kristinsdóttir varð í 3. sæti á +10 höggum og Valdís Þóra Jónsdóttir í 4. sæti á +12 höggum. Öll úrslit má sjá hér.

Fyrr í kvöld fagnaði Andri Þór Björnsson sigri í karlaflokki eftir jafna keppni og mikla spennu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×