Frumsýna Eurovision-mynd Will Ferrell í júní Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:35 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira