Viðskipti erlent

Evrunefnd skilar sínu

Jón Sigurðsson  er formaður nefndar sem farið hefur yfir lagaumhverfi hér með tilliti til mögulegra breytinga vegna evruskráningar hlutabréfa.
Jón Sigurðsson er formaður nefndar sem farið hefur yfir lagaumhverfi hér með tilliti til mögulegra breytinga vegna evruskráningar hlutabréfa. MYND/Anton

Nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði til að fara yfir lagaumhverfi hér vegna væntanlegrar evruskráningar hlutabréfa skilar niðurstöðum sínum á morgun, fimmtudag.

Jón Sigurðsson, hagfræðingur, fyrrum ráðherra, seðlabankastjóri og aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, hefur stýrt nefndarstarfinu og segir það hafa gengið vel, en yfirlýst markmið nefndarinnar var að skila niðurstöðum fyrir mánaðamótin. „Starfinu er að ljúka og gott samkomulag um niðurstöðuna,“ segir hann.

Evruskráning hlutabréfa frestaðist fyrir áramót þegar fram komu athugasemdir frá Seðlabanka Íslands við fyrirhugaða framkvæmd hennar. Að því er stefnt að Seðlabanki Finnlands taki síðar á þessu ári að sér uppgjör viðskipta með hlutabréf í evrum í OMX Kauphöll Íslands. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×