Viðskipti erlent

Nordea ráðleggur fjárfestum að halda sig frá Íslandi

Nordea, næststærsti banki Danmerkur, ráðleggur nú fjárfestum að halda sig frá Íslandi.

Bankinn segir að íslenska krónan sé nú svo óörugg að fjárfestar eigi að halda sig langt frá henni sem og hlutabréfamarkaðinum íslenska. Nordea býst við að krónan veikist verulega er líður á árið.

Henrik Drusebjerg, greinir hjá Nordea, segir í samtali við viðskiptablaðið Börsen að Nordea eigi ekki lengur hluti í neinum íslenskum félögum og ráðleggi öðrum að losa sig við slíka hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×