Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á hveiti það hæsta í sögunni

Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur aldrei verið hærra í sögunni. Verðið hefur hækkað um 25% frá áramótum eftir verulegar hækkanir á síðasta ári.

Einn þeirra sem kunnugur er markaðinum segir að nú ríki nánast ofsahræðsla meðal þeirra sem versla með hveiti. Enginn sem sitji á hveitibirgðum þori að hreyfa sig.

Það sem olli síðustu hækkunum var að Kazakstan setti útflutningshömlur á hveiti en landið er eitt af stærstu framleiðslulöndum þess. Bannið var sett á til að koma í veg fyrir frekari verðhækkanir til almennings í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×