Viðskipti erlent

Northern Rock skrúfar fyrir ofurlánin

Hætt er við að endurfjármögnun lána hjá viðskiptavinum Northern Rock geti orðið kostnaðarsamur gjörningur.
Hætt er við að endurfjármögnun lána hjá viðskiptavinum Northern Rock geti orðið kostnaðarsamur gjörningur. Markaðurinn/AFP

Breski bankinn Northern Rock hætti í síðustu viku að veita viðskiptavinum sínum sérstök vildar­kjör sem veittu þeim kost á allt að 125 prósenta láni gegn veði í fasteign. Þetta voru einhver vinsælustu lán bankans á síðasta ári, sem gáfu viðskiptavinum kost á að veðsetja sig í topp og vel það enda fengu þeir lán sem var 125 prósentum hærra en sem nam verði fasteignar þeirra.

Breska ríkið hefur ákveðið að ríkisvæða bankann tímabundið vegna þeirra vandræða sem hann hefur ratað í en hann hefur þurft að leita eftir háum neyðarlánum hjá breska seðlabankanum til að tryggja sig í lausafjárþurrðinni.

Breski veðmiðillinn Finance Markets segir bankann hafa verið gagnrýndan harðlega fyrir of mikla útlánagleði, en útlit sé fyrir að hátt í 200 þúsund viðskiptavinir bankans neyðist til að endurfjármagna lán sín með enn dýrari lánum. Það geti hins vegar reynst erfitt þar sem margir bankar hafi hert útlánareglur sínar til muna upp á síðkastið. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×