Viðskipti erlent

Danske bank á ekki bréfin

Danske bank Neita því að eiga íslensku bréfin sjálfir.
Danske bank Neita því að eiga íslensku bréfin sjálfir.

„Við eigum ekki þessi bréf og við viljum ekki eiga í keppinautum,“ segir Jonas Torp, talsmaður Danske bank.

Fram kom í Fréttablaðinu fyrir helgi að nafn bankans kæmi fyrir meðal stærstu hluthafa margra íslenskra félaga, eins og FL Group, Exista og SPRON. Glitnir og Bakkavör munu einnig vera í þessum hópi.

Jonas neitar að svara því hvort hugmyndin sé að skortselja bréfin. „Mér finnst rétt að taka það fram að Danske bank hefur ekki í hyggju að skaða einn eða neinn. Við bara kaupum og seljum eins og viðskiptavinir okkar bjóða hverju sinni.“ - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×