Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2020 10:13 Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands. Getty Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt. Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu. Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu. Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt. Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu. Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu. Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38