Viðskipti erlent

Sögu­legur sam­dráttur í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands.
Frá bænum Sellin sem er vinsæll ferðamannastaður á norðurströnd Þýskalands. Getty

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá þýsku hagstofunni sem kynntar voru í morgun. Einnig var greint frá því að uppfærðar tölur um fjórða ársfjórðung síðasta árs sýni að þá hafi verið 0,1 prósent samdráttur, en fyrri tölur gerðu ráð fyrir 0 prósent hagvöxt.

Þessar uppfærðu tölur sýna því að samdráttur hafi verið í Þýskalandi tvo ársfjórðunga í röð, sem almennt er talin tæknileg skilgreining kreppu.

Þrátt fyrir að samdrátturinn í þýsku efnahagslífi sé mikill á þessum tímum heimsfaraldurs þá er staðan verri í bæði Frakklandi og Ítalíu.

Reuters segir frá því að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 5,8 prósent í Frakklandi, en 4,7 prósent á Ítalíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.