Viðskipti innlent

Loka Hrími á Laugavegi

Sylvía Hall skrifar
Covid-19 og samkomubann hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum rekstraraðilum. Eigandi Hríms Hönnunarhúss sér ekki fram á að staðan skáni næsta árið og því hefur verið ákveðið að loka versluninni við Laugaveg.
Covid-19 og samkomubann hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum rekstraraðilum. Eigandi Hríms Hönnunarhúss sér ekki fram á að staðan skáni næsta árið og því hefur verið ákveðið að loka versluninni við Laugaveg. Vísir/Vilhelm

Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms Hönnunarhúss, hefur ákveðið að loka verslun Hríms á Laugavegi endanlega eftir átta ára rekstur. Frá þessu greinir Tinna Brá í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.

Hún segir reksturinn hafa kostað blóð, svita og tár, hún hafi alltaf elskað Laugaveginn en staðan sé einfaldlega ekki góð. Þá sé ekki útlit fyrir að hún fari batnandi næsta árið.

„Ég tel þó að þetta verði vonandi þess valdandi að leiguverð lækki og einstöku verslanirnar & veitingastaðirnir okkar þar lifi áfram. Stjórnvöld þurfa líka að grípa hratt þarna inn í til að fá sem mest líf á ný í líflegustu götu borgarinnar okkar,“ skrifar Tinna Brá í færslunni.

Eftir að hafa syrgt verslunina við Laugaveg í nokkra daga hafi hún fundið fyrir miklum létti eftir ákvörðunina. Starfsfólk hennar hafi tekið ákvörðuninni með æðruleysi og lagt sig fram við að laga sig að breyttum aðstæðum.

„Ég veit að þetta mun allt blessast, það gengur mjög vel hjá okkur í Kringlunni og nýja vefverslunin okkar gengur ofsalega vel.“

Þá segist Tinna vona að sem flestar verslanir og veitingastaðir muni standa ástandið af sér og það muni lifna aftur við í sumar. Íslendingar þurfi að standa saman, versla við þær verslanir sem séu þeim kærar og fara á veitingastaði.

„Saman komumst við í gegnum þetta og þetta blessast allt hjá okkur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.