Viðskipti erlent

Fremstur í kapphlaupinu að billjón dollurum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bezos á mikið af peningum.
Bezos á mikið af peningum. Vísir/EPA

Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun.

Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla.

Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía.

Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA

Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell.

Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.